Það er Verkalýðshreyfingar að verja stöðu hinna tekjulægstu, ekki annarra til þess greiðum við launþegar félagsgjöld.

 Ég verð að viðurkenna að ég hnaut um þessa setningu í ályktun ASÍ. Til hvers að senda ályktun um að einhver annar en hreyfingin sjálf sjái til þess að staða hinna tekjulægstu verði varin.

Höfum við ekki alltof oft séð slíkar yfirlýsingar sem fagurgala á blaði, þar sem eftirfylgni enginn er ?

Raunin er sú að verkalýðshreyfingin hefur EKKI staðið vörð um hagsmuni hinna tekjulægstu í okkar samfélagi og samið um lúsarlaun á öllum hinum meinta góðæristíma, svo til háborinnar skammar er.

 Ábyrgð þeirra á núverandi ástandi okkar þjóðfélags,er meiri en hingað til hefur verið dregið fram, einkum varðandi það andvaraleysi og samkrull við vinnuveitendum sem hefur orðið viðtekin venja fremur en hitt.

Láglaunamaðurinn var gerður að galeiðuþræl skattkerfisins án andmæla þeirra sem launþeginn greiddi gjöld til þess að standa vörð um sína hagsmuni sem er Verkalýðshreyfingin.

úr fréttinni

" Þá krafðist fundurinn þess að staða þeirra tekjulægstu verði varin og að umsamin hækkun persónuafsláttar komi til framkvæmda.

  

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisstjórnin standi við fyrirheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband