Hefur blaðamannafélagið ekki áhyggjur af trúverðugleika Fréttablaðsins með tilliti til ritstjóra/ eigenda ?

Enn einu sinni hefur Blaðamannafélagið rýrt eigin trúðverðugleika.

Félaginu kemur nefnilega nákvæmlega ekkert við HVER ER RÁÐINN, þ.e með tilliti til stöðu, ekkert, hvort sem þar er um að ræða umdeildan blaðamann eða umdeildan stjórnmálamann.

Tengsl fyrrum Seðlabankastjóra við efnahagshrun einnar þjóðar, er óhjákvæmilegt eða hvað ?

Tengsl fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins við stjórnun landsins er fyrir hendi en engin ályktun hefur komið fram vegna þess, hvað veldur ?

Eru sumir fjölmiðlar þóknanlegri en aðrir og hvað veldur því mati ?

úr fréttinni.

" Blaðamannafélagið telur þá ákvörðun  eigenda blaðsins að ráða umdeildan stjórnmálamann sem ritstjóra Morgunblaðsins rýra trúverðugleika blaðsins. Afskipti Davíðs Oddssonar af stjórnmálum og störf hans sem seðlabankastjóri tengja hann efnahagshruninu síðasta haust með slíkum hætti að blaðamenn geta ekki við unað. Blaðamannafélagið óttast um starfsöryggi og starfsskilyrði þeirra félagsmanna sem enn starfa hjá blaðinu," segir í ályktun félagsins. "

Ekki kemur fram í frétt þessari hver stendur að ályktun þessari en formaður félagsins var einn af þeim sem sagt var upp á Morgunblaðinu, og ætti því ekki að standa undir slíkri ályktun um eigin hagsmuni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband