" Frelsi og ljós yfir landsins strendur.... "

" Orka með dyggð, reisi bæi og byggð,

  hver búi að sínu með föðurlands tryggð.

  Frelsi og ljós, yfir landsins strendur,

 ei lausung né tálsnörur hálfleiks, né prjáls,

 því menning er eining er öllum ljær hagnað,

 með einstaklingsmenntun sem heildinni er gagn að.

 Og frelsi þarf táps, mót tæling og lygð,

 ei trúgirni á landsins fjendur.

 Þá verður vor móðir og fóstra frjáls,

 er fjöldinn í þjóðinni, nýtur síns sjálfs,

 er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast,

 í samhuga fylgi þess einhuga máls.

 Og tíminn er kominn að takast í hendur,

 og tengja það samband er stendur. "

      ( eitt erindi úr Aldamótakvæði Einars Benediktssonar )

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband