Þjóðhátíð Vestmannaeyja er sér kapítuli í frelsi einnar þjóðar.

Það atriði að Vestmanneyingar skyldu taka upp á því að halda eigin þjóðhátíð vegna þess þeir komust ekki til lands á sínum tíma er sérstakt í þjóðarsögunni, og til seinni tíma litið er það einnig sérstakt að þessi sérstaka þjóðhátíð er orðin vinsælasta hátíð landsmanna á faraldsfæti þessa helgi.

Árni Johnsen er að vissu leyti gosögn sem hluti af þessari hátíð nú til dags, en áður var það Ási í
Bæ, sem áður var brekkuusöngskórstjóri með gítarinn.

Vestmanneyingar eru sérstakt fólk með einstakan dugnað og baráttuvilja af bardaga við náttúruöfllin til lífsbjargar úr söltum sæ, gegnum tíð og tíma, en sú hin sama barátta hefur haldið lífi i okkar þjóð við sjósókn.

Bjartsýnin sem einkennir Eyjamenn þar sem vonin um hið góða er ofar öðru mætti einkenna þjóðlífið meira en verið hefur á fasta landinu.

Frá því ég man eftir mér hefur þjóðhátíð í Eyjum verið kapítuli af mínu lífi , því pabbi var ungur maður til sjós í Eyjum hjá ömmu sem þar lifði sína tíð mest alla, eins og afi sem einnig bjó og starfaði í Eyjum en auðvitað fór ég á þjóðhátíð fyrir og eftir gos, eins og mínir jafnaldrar af Suðurlandinu.

Mér til mikillar ánægju er nú farið að útvarpa Brekkusöngnum á þjóðhátíð , síðari ár, þar sem má upplifa stemmingu í Dalnum við fjöldasöng.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is 13 þúsund manna kór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni stóð sig vel í kvöld .Að fá að upplifa annað eins og í Herjólfsdal í kvöld eru forréttindi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ragna , því trúi ég vel, og ég nýt þess að fá að heyra í útvarpi.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband