Tíu skref til að stíga til handa núverandi stjórnvöldum í landinu.

Til þess að örva efnahagslífið innanlands þarf að afnema skattahækkanir hvers konar, nú þegar.

Til þess að tryggja eigin hagsmuni Íslendinga til lengri og skemmri tíma á að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka í ljósi framkominna viðbragða hvers konar.´

Að því loknu skyldi farið að nýju í samningagerð um skuldbindingar landsins varðandi icesavesamkomulag og ees skuldbindingar hvers konar þar sem ábyrgð Íslands skyldi ALDREI vera meiri en annarra þjóðríkja í því sambandi.

Koma þarf fram með tillögur um að skipta gömlu atvinnuvegunum sjávarútvegi og landbúnaði upp í smærri einingar hvors fyrir sig þar sem núverandi kerfi myndu lúta þeim hinum sömu breytingum strax.

Endurskoðun viðmiða um innri viðskiptamarkað hér á landi og eignarhald og markaðsstöðu einstakra fyrirtækja á markaði með tilliti til einokunar líti dagsins ljós.

Bönkum sem ríkið hefur tekið yfir verði fækkað í tvo banka.

Ríkið sjái um grunnþjónustu við heilbrigði í formi heilsugæslu og bráðasjúkrahúsa, önnur þjónusta verði skorin af í áföngum og lúti sérsamningum um nauðsyn hvers verkefnis fyrir sig hverju sinni í formi útboða.

Grunnþjónusta við menntun snúi að grunnskólum og framhaldsmenntun þar sem fyrirséð tækifæri til mennta þurfi að fyrirfinnast hér á landi, og skilyrt þáttaka hins opinbera í kostnaði við þá hina sömu menntun sé þar að lútandi.

Sett verði lög um lágmarkslaun í einu landi þar sem laun fyrir fulla vinnu eru hærri en bætur atvinnuleysistrygginga á hverjum tíma.

Landið verði gert að einu kjördæmi til kosninga til þings þar sem hver einasti maður getur með fulltingi landsmanna að baki sér boðið sig fram sem kjörinn fulltrúa á þing án þess að vera fulltrúi flokka sem fyrir eru.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Get tekið undir nánast allt. Ísland eitt kjördæmi þar sem kjósendur hvers flokks raði á lísta á kjördegi...... Spillt prófkjör og upp-
stillingar klíkuhópa úr sögunni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.8.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband