Markaðshyggja og mannréttindi.

Að hluta til hefur íslenskt þjóðfélag verið gegnsýrt af undanfarinn áratug af markaðshyggjuboðskap á þann veg að kerfi hins opinbera hverju nafni sem þau nefnast skuli spara og spara og spara. Svo mjög að ég álít að sparnaðurinn sé á þann veg víða " að spara aurinn en kasta krónunni ".

 Það er slæmt , því aðhald og ráðdeild er sjálfsögð og eðlileg en óraunhæfar kröfur ´fjárveitingavaldsins um sparnað sem skerðir þjónustustig stofnana þannig að þjónustan verður lakari , þýðir hnignun og skort á framtiðarsýn hvað varðar metnað um ágæti og árangur faglegra gæða.

Ég tel að þjónustustig þurfi að skilgreina hvað varðar veitta þjónustu hins opinbera á velferðarsviðinu, hvoru tveggja af hálfu ríkis og sveitarfélaga, þannig að tryggt sé að allir gangi að sama þjónustustigi alls staðar á landinu, ásamt því atriði að nægilegur mannafli fagmenntaðra sé að störfum við slíka þjónustu.

Hver kynslóð greiðir skatta og þann sameiginlega sjóð þarf að nýta með vitund um sams konar staðal velferðar frá einni kynslóð til annarrar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband