Ábyrgð sitjandi stjórnvalda á hverjum tíma, á ákvarðanatöku ellegar aðgerðaleysi.

Þvi miður er það svo að hin pólítíska ábyrgð hefur ekki verið í tísku hér á landi, öðru vísi er ekki hægt að orða það. 

Menn hafa komist upp með það að vera endurkosnir þing eftir þing þrátt fyrir það að hafa litlu sem engu áorkað í þjóðmálum ellegar tekið misvitrar ákvarðanir sem kostað hafa þjóðina svo og svo mikið fram á veg.

Flokksmúrarnir og samtryggingabandalag fjórflokkakerfisins þar sem flokkarnir hafa verið álíka íþróttafélögum í með og á móti keppni allra handa, með innihaldslausum klysjum í stefnuskrám um fögur markmið og háleitan tilgang með orðanna hljóðan, hefur ekki þokað samfélagi fram á veg , heldur í för stöðnunar.

Hámark sýndarmennskunnar má segja að hafi verið þegar einn flokkur fékk markaðsverðlaun frá auglýsingastofu um árið. Þess má þó geta að það var í hinu meinta góðæri.

Sé það svo að fyrrum Seðlabankastjóri Davíð Oddson hafi varað Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu við fjármálavá þeirri sem stefndi í snemma árs 2008, án þess að slíkt væri gert opinbert þá er það sérstakt, að sömu aðilar skuli hafa lagst í víking erlendis til þess að presentera ágæti hins íslenska fjármálaumhverfis í kjölfarið.

Hvers vegna var krafa búsáhaldabyltingar Davíð burt ?

Það skyldi þó aldrei hafa eitthvað með samtryggingu fjórflokksins að gera í þessu sambandi ?

Ef til vill þarf að dusta rykið af Landsyfirdómi og fara að draga ráðamenn til ábyrgðar á eigin ákvarðanatöku hvers eðlis sem er varðandi það atriði að búa hér til hlutabréfamarkað og fjármálaumhverfi sem engar átti girðingar í eðlilegu samhengi og ætla síðan að senda þjóðinni reiknnginn af tllstandinu  þegar spilaborgin hrundi, eins og ekkert hafi í skorist.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband