Hugleiðing um andvaraleysi eins samfélags, og þróun mála.

Það er eins með bankahrunið og margt annað sem við Íslendingar höfum upplifað, það gerist nákvæmlega ekki neitt fyrr en menn sitja pikkfastir í pytti eigin óráðsíu hvers konar.

Auðvitað hefur meginhluti þjóðarinnar tekið þátt því að dansa á þessum dansleik fjármálaævintýra allra handa þar sem formúlan var og er enn stéttskipting millum ríkra og fátækra, hvað sem verður.

Þjóðin hefur unað við það að útgerðarmenn fengju að veðsetja óveiddan fisk úr sjó og ganga með svo og svo mikil verðmæti af sjávarauðlindinni til annars konar brasks eða eiginhagsmunaumsýslu.

Íslensk flokkapólítik hefur þróast í það að flokkar verða að eins konar sjálfseignastofnunum, þar sem lýðræðið er frekar eitthvað ofan á brauð, og hagsmunir flokksins ganga ofar og framar því að virkja gagnrýnt viðhorf í sjórnmálum almennt sem stjórnmál ættu að jú að ganga út á. Hemskuleg hagsmunabarátta og valdapot við það að drottna og dýrka í alls konar embættum í flokkakerfinu hefur verið landlægt vandamál.

Þróun markaðshyggjunnar hér á landi þar sem nautum var að vissu leyti sleppt lausum hér, í meintu frjálsu markaðssamfélagi, án þess að nokkuð væri haft fyrir því að girða girðingar þar að lútandi hefur haft sínar birtingamyndir. Samþjöppun stærstu aðila leiddi auðvitað fljótlega af sér einokun á markaði, allra handa einokun sem varla var tilgangur ráðstafanna.

Stærsta matvælakeðjan átti til dæmis einnig fjölmiðlakeðju sem þýddi hvað ?

Einstaka markaðsaðsöðu auðvitað sem enn er fyrir hendi í dag.

Allt þetta hafa Íslendingar meðtekið nokkuð rólega og meira segja barist gegn setningu fjölmiðlalaga á sínum tíma með dyggri þáttöku stórfyrirtækisrisans í geiranum sem tók aldeilis þátt í því hinu sama.

Var það Íslendingum í hag að verja þannig einokunaraðstöðu eins fyrirtækis hér innanlands, fyrirtækjasamsteypu sem nú telst hluti af því óábyrga útrásarævintýri sem menn hafa komið þjóðinni í skuldaklafa með ? Það er áleitin spurning. Þetta fyrirtæki er hins vegar ekki einsamalt í því ferðalag að þvæla þjóðinni í skuldaklafa og fjármálastarfssemi öll í landinu eftir stofnun hlutabréfamarkaðar þarfnast verulegrar skoðunar við.

Því miður kaus almenningur yfir sig sama skipulag of lengi, og enginn andæfði meðan þessi þróun var að skila plastpeningum í fjármálaumsýsluna, með dyggri aðstoð endurskoðunarfyrirtækja.

Ég hefi kallað þetta Markaðshyggjuþokumóðu mjög lengi þar sem ég vil meina að menn hafi villst um í þar sem hvorki þingmenn né þjóðin sjálf þorði að andmæla magni peninga sem fjölmiðlar dýrkuðu og dásömuðu hvarvetna í frásögnum alla daga, þótt þorri manna hér á landi sæi ei þá hina miklu fjármuni.

Það er gott að snúa stýrinu ef beygja skal ökutækinu og fyrir löngu gátum við landsmenn andmælt þróun mála, við þurftum ekkert að detta ofan í pyttinn fyrst. Sjálf hefi ég andmælt í mörg herrans ár og mun örugglega áfram gera en ábyrgð okkar sjálfra er það að velja viðhorf til mála þar sem eitt þjóðfélag og hagsmunr þess í heild eru markmiðið, til framtíðar að mínu viti.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband