Evrópuáherslur Samfylkingar á villigötum ?

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðildarviðræðum um Esb, eins og kemur fram í könnun þessari og kýs að stjórnvöld einbeiti sér að málefnum heimila í landinu.

af vef Heimsýnar. 

"Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru ekki taldar brýnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Meirihluti þeirra sem taka afstöðu telur að leggja eigi litla áherslu á aðildarviðræður. Yfirgnæfandi meirihluti telur aðkallandi að leysa fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.

Skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir að 95 prósent landsmanna telur brýnt að ríkisstjórnin leysi fjárhagsvanda heimilanna. Litlu lægra hlutfall, 91,5 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að sinna vanda fyrirtækja. Hins vegar telja aðeins 41,9 prósent svarenda æskilegt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Hærra hlutfall landsmanna, eða 44,3 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að leggja litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna, fékk Capacent Gallup til að framkvæma könnunina. Könnunin var framkvæmd 20. - 27. maí og var netkönnun. Úrtakið var 1284 og svarhlutfall 65,3 prósent.

„Við erum sannfærð um að ríkisstjórnin er á rangri braut með því að leggja fram þingsályktunartillögu um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Önnur og brýnni verkefni krefjist forgangs. Niðurstaða könnunarinnar leiðir í ljós að meirihluti þjóðarinnar telur að litla áherslu eigi að leggja á aðildarumsókn. Yfirgnæfandi meirihluti vill hins vegar að ríkisstjórnin einbeiti sér að málefnum heimilanna og fyrirtækja," segir Frosti Sigurjónsson, einn af talsmönnum Heimssýnar. "

kv.Guðrún María.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband