Þjóðin losni úr ánauð fjötra gamla flokkakerfisins.

Framboð Lýðræðishreyfingarinnar um allt land er fyrsta skrefið í átt að beinu lýðræði til handa fólkinu í landinu, varðandi áhrif á þá þingmenn sem kjörnir yrðu á Alþingi Íslendinga.

Áhrif sem EKKI þurfa að fara gegnum þunglamalalegt ferli landsfunda og miðstjórnarákvarðana innan gamla flokkaappartsins, heldur sem bein aðkoma að fulltrúum með notkun tækninnar þar sem kjósendur fara í hraðbanka til þess að kjósa um mál hvers tíma, ellegar safna undirskriftum fyrir sinn þingmann til þess að segja honum sinn hug um hvert eitt mál.

Þess vegna tölum við um það að hver sá kjósandi sem greiðir okkar fulltrúm brautargengi á þing, sé að kjósa áhrif til handa sjálfum sér með því móti, því við talsmennirnir eigum það eitt sameiginlegt að ganga fram undir fána lýðræðisins, vilja fólksins í landinu, um áhrif ákvarðana á eigið líf og framtíð.

HomePic02

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband