Alþingi er enn ekki þess umkomið að koma á lýðræðisumbótum.

Deilurnar á hinu háa Alþingi um stjórnarskrármálið endurspegla að hluta til tilraunir sitjandi ráðamanna til þess að setja ákvæði inn í stjórnarskrá um ákveðna hluti sem núverandi lagaumhverfi ætti að þjóna ef eftirfylgnin væri í framkvæmd sinni eftir laganna hljóðan.

Rifrildi og þras gamla fjórflokkakerfisins og þess valdastrúktúrs sem þeir hinir sömu hafa skapað í okkar samfélagi endurspeglar aðkomu flokkanna að málinu.

Menn geta ekki komið sér saman um lýðræðisþróun og bjóða þjóðinni upp á annars vegar málamyndatilfærslu gildandi laga yfir í stjórnarskrá með hugmyndum um aukna virkni þess hins sama með því móti ( sem engin er ) og hins vegar algjöra andstöðu við við slíkt sem sannarlega er ekkert betri afstaða i raun.

Við þurfum ekki að setja ákvæði i stjórnarskrá sem myndastyttur laga sem stjórnarskráin kveður nú þegar á um að skuli gilda að mínu viti. Það er tímaeyðsla, mun nær hefði verið fyrir gömlu flokkanna að opna aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mál og stefnumótun innan sinna vébanda.

Geti flokkarnir ekki þolað lýðræðislega aðkomu almennings í landinu að ákvörðunum um eigin mál, þá hafa þeir hinir sömu fjarlægst tilgang sinn og markmið að verulegu leyti.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband