Skattkerfið og láglaunapólítikin.

Lesa má frétt í Mogganum um sex milljarða skattgreiðslur innflytjenda af sínum launum án þess þó að um samanburð sé að ræða í sömu frétt hve mikið hugsanlega væri um að ræða ef Íslendingar væru í sömu störfum, með laun samkvæmt sínum áunnu starfsréttindum á íslenskum vinnumarkaði sem án efa væri nokkuð hærri upphæð. Ef það væri svo vel að fyrirtækin væru að greiða mismuninn í samfélagsneysluna í formi skatta, þá þyrfti ekki að leggja þjónustugöld allra handa á sjúklinga og skera við nögl alls konar samfélagsþjónustu. Því miður allt spurning um forsendur dæma sem fram eru sett í þjóðfélagslegu samhengi ekki hvað sízt hvað varðar sjálfbærni þjóðfélags.

Ef verkalýðshreyfing þessa lands væri ekki orðin hluti af atvinnurekendum gegnum lífeyrissjóðina og brask þeirra á markaði þá væru mál þessi með öðru móti.

Því miður stjórnvöld og verkalýðshreyfing dansa vangadans á markaðsdansleiknum sem orskakað hefur einhverja þá mestu skuldasöfnum heimila í landinu sem um getur í Íslandssögunni með dyggri þáttöku banka sem verndaðir eru með verðtryggingu.

Þar eru gamalmenni , börn og sjúklingar afgangsstærð sökum þess að vera ekki beinir þáttakendur á markaðshlaupabrautinni.

 kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 3.12.2006 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband