Forgangsröðun þjónustuverkefna hins opinbera, í niðurskurði.

Það mun reyna mikið á nýkjörið þing að loknum kosningum hvað varðar það atriði að eygja heildarsýn og jafnræði í niðurskurði fjármuna til hins opinbera, þar sem menn munu verða að gjöra svo vel að forgangsraða samfélagsverkefnum hins opinbera.

Samhliða mun þurfa endurskoðun á skattaumhverfi án efa, þar sem mér kæmi ekki á óvart að virðisaukaskattur myndi verða tekinn, út úr skattkerfinu.

Allt veltur á því hvort menn hafi kjark og þor til þess að koma hjólum atvinnulífs á skrið, með því að auka nýlíðun í gömlu atvinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði.

Jafnframt þarf nýsköpun hvers konar að fá þrifist með skilyrðum þar að lútandi, þar sem atorka og þekking einstaklinga fær notið sín hvarvetna.

Þar er skattkerfið stjórntæki.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband