Það er ekki sama hvernig við veiðum fisk á Íslandsmiðum.

Gerð veiðarfæra og samsetning fiskiskipastólsins, varðandi það atriði hve mikið hlutfall veiðarfæra eru botnveiðarfæri hefur afgerandi áhrif á lífríki sjávar og fiskimiðin.

Niðurbrot kóralsvæða við Ísland er mikið og neðansjávarmyndatökur Hafrannsóknarstofnunar sýndu á sínum tíma svæði eins og Öræfagrunn þar sem hafsbotinn var eins og eyðimörk, að öllum líkindum vegna álags botnveiðarfæra.

Það gefur augaleið að umbreyting verður til í lífríkinu ef of mikið álag of stórra tækja og tóla hefur þar áhrif, og veiðar með stórvirkum veiðarfærum langt upp að ströndum landsins er atriði sem hefur verið gagnrýnt undanfarin ár.

Fjölgun máva uppi á landi í leit að æti, hefur sannarlega verið sýnileg, og í því ljósi er ótrúlegt hve litlum fjármunum hefur verið varið hér á landi í rannsóknir varðandi áhrif veiðarfæra og almennt umhverfisvitund um veiðar á Íslandsmiðum, með tilliti til þess að vernda lífríkið.

Ekki hvað síst í ljósi þess hvaða áhrif slíkt hefur á uppbyggingu fiskistofna í lifkeðjunni.

Þau hin sömu mál þarf að eyjga sýn á.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband