Notkun lífeyrisfjármuna á hinum íslenzka hlutabréfamarkaði, ætti fyrir löngu að hafa lotið sýn kjörinna þingmanna.

Því miður hefur það verið nær ómögulegt að fá menn á þingi til þess að eygja sýn á nauðsyn þess að endurskoða framkvæmd mála við lögbundna sjóðssöfnun almennings í landinu og eðlilega notkun þess fjármagns sem þar er á ferð.

Sjálfdæmi stjórna verkalýðsfélaga um skipan í stjórnir lífeyrissjóða er arfur afdalagamals fyrirkomulags, og ekkert lýðræði hins almenna sjóðsfélaga að finna til ákvarðana um eigin fjármuni.

Því miður liggur að hluta til rót þess vanda að eygja sýn á umbreytingar, í því að all margir þingmenn koma einmitt úr röðum verkalýðshreyfingarinnar inn á þing, og vilja því ekki breyta neinu þar um.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vill endurskoðun á lífeyriskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband