Ungt fólk í Frjálslynda flokknum mun erfa landið.

Mjög gott mál að sjá menn fara af stað með vinnuhóp í stjórnmálum og tek hattinn ofan fyrir ungum Frjálslyndum í þessu efni.

 

Af xf.is."

Vinnuhópur ungra frjálslyndra – Taktu þátt

Næstkomandi þriðjudagskvöld, 24. febrúar, klukkan 20:00 verður fyrsti vinnufundur ungra frjálslyndra haldinn.

Er markmiðið að setja á laggirnar skemmtilegan vinnuhóp fyrir næstkomandi kosningar.

Vinnuhópurinn er opinn öllum, ungum sem öldnum.

Fundurinn er haldinn í Skúlatúni 4, II. hæð. "

 

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Frjáslyndi flokkurinn hefur tækifæri núna til að blása til stórsóknar en Stykkishólmsfundurinn sýnist mér vera vísvitandi klúðrun á því tækifæri.

Offari, 23.2.2009 kl. 02:07

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þótt gefi á bátinn við Grænland og gusti um sigluna kalt....

togarasjómanni tamast það er að tala sem minnst um það allt.....

það segir í sjómannalaginu og við munum láta okkur hafa það að ferðast vestur en þangað til þarf að vinna og ungir Frjálslyndir eru að hefja vinnu og það er vel.

Ég hef óbilandi trú á unga fólkinu nú sem endranær og trúi því að þar sé kynslóð sem veit um mistök fyrri tíma.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2009 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband