Verða menn þess umkomnir að endurskoða aðferðafræðina ?

Á tímum hins meinta góðæris, þar sem hluti þjóðarinnar tók þátt í ævintýralegum markaðsdansleik, var láglaunastefna á almennum vinnumarkaði ríkjandi, sem og afar hátt hlutfall skattöku af hálfu hins opinbera, af þeim hinum sömu lágu launum sem samið hafði verið um á vinnumarkaði.

Ríkisumsvif minnkuðu hins vegar ekki í hinu meinta góðæri eins og ætla mætti að stefnt skyldi að heldur voru nær 50%.  ´Stjórnvöld þess tíma virtust ekki geta útfært verkefni hins opinbera í hendur einstaklinga á hinum ýmsu sviðum samfélagsins þrátt fyrir að einkavæða fjármálafyrirtæki landsins.

Gjörsamlega ómögulegt virtist að framkvæma nauðsynlega endurskoðun og umbætur í ýmsum meingölluðum lögum eins og almannatryggingalöggjöfinni á sínum tíma. Ráð og nefndir og alls konar handapatalausnir til að stoppa í götin kostuðu fjármuni.

Sama má segja um það atriði að sleppa því alveg að aðlaga lagalega aðkomu lífeyrissjóða að fjármálalífinu varðandi það furðulega atriði að verkalýðsfélög skipi að sjálfdæmi í stjórnir sjóðanna sem síðan takið þátt í fjárfestingum í atvinnulífinu.

Fámennisþjóðfélag gerir það að verkum að menn geri ríkari kröfur til þess hver er vanhæfur til ákvarðanatöku og hver ekki og hvarvetna skyldi það upp á borð, þar sem hagsmunir kunna að skarast.

Stærsta þjóðhagslega verðmætasóunin átti sér stað varðandi braskinnleiðingu í fiskveiðistjórn sem var eins og brenna skattfé landsmanna í raun, þar sem landsbyggðin mátti lúta upptöku atvinnu og eigna, en landsmenn allir taka þátt í því tvisvar að borga samfélagsþjónstu per mann, sem hent var á haugana um land allt, en endurbyggð annars staðar.

Það er því afar margt sem þarf að endurskoða við uppbyggingu úr hruni eins efnahagskerfis.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband