Opna þarf hin lokuðu kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi og gangsetja hjól atvinnulífsins.

Fyrrum aðalatvinnugreinar þjóðarinnar sjávarútvegur og landbúnaður mun nú aftur á ný verða okkur Íslendingum til hagsældar svo fremi sem ráðamenn sjái nauðsyn þess að breyta meingölluðu fyrirkomulagi varðandi aðkomu manna að atvinnu í greinunum, einkum og sér í lagi í sjávarútvegi.

Frelsi til atvinnu er bundið í stjórnarskrá, en kvótakerfi sjávarútvegs eins og það er úr garði gert hefur hamlað þáttöku manna í atvinnugreininni í smáum stil um langtíma hér á landi og ekki skrítið að við höfum fengið á okkur niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi það hið sama atriði eftir umkvörtun sjómanna þess efnis.

Einhliða áhorf á formúlur stærðarhagkvæmni hvarvetna er nú Akkilesarhæll skipulagsins þar sem offjárfestingar og skuldasöfnun hefur verið fyrir hendi án þess að sýnilegur hagur þjóðarbúsins af slíku fyrirkomulagi sé hægt að týna fram, heldur þvert á móti gífurlegan fórnarkostnað í raun.

Uppbygging hafnarmannvirkja um allt land af almannafé til sjósóknar hér við land og nýting þeirra hinna sömu mannvirkja í dag segir sína sögu svo ekki sé minnst á allt annað er fylgir búsetu manna landið þvert og endilangt.

Breyting á kerfisfyrirkomulagi sjávarútvegs og landbúnaðar hvað varðar aðkomu manna í atvinnugreinarnar er forsenda þess að gangsetja hjól atvinnulifsins hér á landi nú.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband