Friður jólanna.

Amstur daganna í desember er oft og iðulega hlaup og hamagangur við að reyna að hafa allt eins fullkomið og það mögulega má vera fyrir jólin.

Fyrir rúmum áratug var ég sein að fara með kerti á leiði mannsins míns heitins upp í Gufuneskirkjugarð og vildi þannig til að klukkan var langt gengin sex á aðfangadag, þegar ég var þar stödd´, með drenginn minn með með mér, en við tvö vorum ein við jólahald það árið.

Það var snjóþekja og kyrrt veður og afar jólalegt og kertaljósin loguðu við hvíta jörð.

Af því ég var svo sein, vorum við ein þarna á þessum tíma og sá hinn mikli friður og andaktugt sem ég upplifði þarna sagði mér það að friður jólanna er upplifun á stað og stund, hjá hverjum og einum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband