Frjálslyndi flokkurinn,einn flokka í íslenskum stjórnmálum sem EKKI hefur komið að stjórn landsins.

Frjálslyndi flokkurinn varð tíu ára nú fyrir skömmu síðan, og hefur í tveimur síðustu kosningum til þings fengið kosna fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga.

Flokkurinn hefur barist gegn mestu þjóðhagslegu verðmætasóun sem finna má í fiskveiðikerfi framseljanlegs kvóta sem einnig var hægt að veðsetja í fjármálastofnunum.

Aðild að Evrópusambandinu er enn ekki að finna í stefnuskrá Frjálslynda flokksins, að svo komnu máli hvað sem verða kann en eins og í öðrum flokkum er það Landsþing sem mótar stefnu.

Frjálslyndi flokkurinn þarf ekki að kvarta undan skoðanaleysi flokksmanna á öllu er lýtur að lýðræðisaðferðum hvers konar, öðru nær , þar hafa menn tekist á um hin ýmsu sjónarmið og gera enn og munu án efa gera eins og eðli stjórnmála er í flokki sem stækkar og byggist upp.

Við eigum einvala lið af hugsjónamönnum um land allt sem lagt hafa sitt lóð og leggja enn á vogarskálar þess að byggja upp, réttlátt þjóðfélag á Íslandi, þar sem stétt með stétt fær aftur notið sannmælis.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég held frænka að það sé slæmt fyrir flokkinn og það fari fyrir honum eins og kvennalistanum að hann leggist af enda er hann afsprengi Sjálfstæðisflokknum,Kristinn Gunnarsson hefur aldrei vitað hvar hann æti að vera í flokki.Hinir fara bara aftur í Sjálfstæðisflokkinn.

Guðjón H Finnbogason, 18.11.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi, það er fólk úr ölllum flokkum gamla flokkakerfisins í Frjálslynda flokknum þótt upphaflega hafi menn frá íhaldinu komið að stofnun flokksins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.11.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband