Eiga Íslendingar að bera tjón af réttaróvissu Evrópusambandsríkja, um starfssemi fjármálafyrirtækja ?

Ég get ekki betur séð en íslensk stjórnvöld séu að samþykkja að láta yfir sig ganga réttaróvissu Evrópusambandsins, og ganga í ábyrgð fyrir slíkt til handa þjóðinni.

Til þess helst að sjá má að ESB haldi andlitinu sem bandalag, en Íslendingar skuli síðan ganga bónleið til búðar til lántöku allra handa og skuldsetningu þegnanna til framtíðar með aðkomu IMF.

Það er deginum ljósara að hver þjóð sem leyfir starfssemi fjármálafyrirtækja í sínu landi ætti eðli máls samkvæmt að bera ábyrgð á eigin þegnum sins ríkís hvað varðar grundvallartryggingar innistæðna í fjármálahruni á heimsvísu.

Regluverkið á grundvelli EES hefur brugðist og gildir þar einu um eftirlitsaðila hér eða annars staðar, sökum þess er það vægast sagt furðulegt ef ÉSB í krafti stöðu sinnar nær því fram að knýja Ísland eitt til ábyrgðar í þessu efni.

Ég sé ekki fyrir mér að meirihluti Alþingis muni samþykkja þá hina sömu ráðstöfun mála.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband