Hvers vegna hefur stjórnmálamönnum ekki auðnast að eygja óréttlætið í kvótakerfi sjávarútvegs ?

Fiskveiðikerfi okkar Íslendinga er eins óheilbrigt til handa landi og þjóð og hugsast getur og hefur verið það í áratugi, ég endurtek áratugi án endurskoðunar.

Frjálslyndi flokkurinn er að verða tíu ára og það liggur við að sá flokkur hafi síðari ár verið nær einn um að reyna að berjast fyrir umbreytingum þessa efnis.

Þetta kerfi hefur sett landið á annan endann og gert eignir út um landið, sem uppbyggðar hafa verið fyrir almannafé að engu, meðan örfáum aðilum í sjávarútvegi hefur verið færð á silfurfati að sitja einir að hagnaði fiskveiða í landinu. Aðilum sem fengu leyfi til að braska með óveiddan fisk á þurru landið sín í millum með fjárumsýslu, og fjármálastofnanir létu sitt ekki eftir liggja heldur tóku veð ég endurtek veð, í óveiddum fiski úr sjó af Íslandsmiðum.

Á sama tíma og örfáum aðilum var afhent aðganga með þessu móti var öðrum meinaður aðgangur að hinni aldagömlu atvinnugrein í landinu, fiskveiðum, sem nú í vor var talið af hálfu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, mannréttindabrot.

Frjálslyndi flokkurinn nær einn íslenskar stjórnmálaflokka vakti athygli á því hinu sama.

Betur má ef duga skal í leit að rót vandans í íslensku efnahagslífi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband