Samstaða um hagsmunamál þjóðarinnar er nauðsyn.

Án efa voru það mikil mistök að kalla hér ekki saman þjóðstjórn strax, til að vinna úr því ástandi sem þjóðin stendur frammi fyrir nú um stundir.

Eitt er víst að við þurfum síst á því að halda að flokkar sem standa við stjórnvölinn rífist innbyrðis um keisarans skegg og ímynd við þessar aðstæður.

Menn verða hvort sem þeim líkar betur eða ver að axla þá stöðu sem þeir gegna við stjórnvöl landsins jafnt gegnum erfiðleika sem góða tíma, hver sem á í hlut og alveg sama hvað flokkurinn heitir sem hann tilheyrir.

Það er nefnilega ekki hægt að segja þjóðinni að standa saman ef ríkisstjórn landsins gerir það ekki sjálf og ævarandi hneisa skyldi þeim í fang sem reyna við þessar aðstæður að firra sig ábyrgð, þeir aðilar hafa ekkert að gera við það að bjóða sig fram til starfa fyrir land og þjóð sem vilja við fyrsta tækifæri reyna að flýja ábyrgð starfa við stjórnvölinn.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Það voru sannarlega stærstu mistökin hjá þessum hrokagikkjum að þiggja ekki að stjórnarandstaðan var tilbúin í samstarf. Ég held það sé ekki hægt að treysta þessari stjórn fyrir húshorn hvað þá til að bjarg því sem bjargað verður. Þurfum við ekki einhverja neyðarstjórn þar til kosningar verða hvenær sem þær verða.

Rannveig H, 3.11.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrun. Það alversta sem ríkisstjórnin gerir er að leyna þjóðinni
mikilvægum grunnupplýsingum. Eins og um skilyrðin sem Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn setur. Alveg forkastanlegt að þing og þjóð  fái
EKKERT um það að vita.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband