Kvótakerfið er upphaf Hrunadansleiks öfgafrjálshyggjunnar.

Ein ákvörðun Alþingis Íslendinga árið 1992, þess efnis að færa í lög heimild til þess að versla með óveiddan fisk úr sjó á þurru landi, sem aftur leiddi til þess að bankar hófu að taka veð í óveiddum fiski úr sjó, var afdrifarík fyrir íslenska þjóð, sem leiddi til gífurlegrar sóunar verðmæta um allt land og fjármálabrasks þar sem örfáir aðilar gátu í nafni laga gert stóran hluta sjómanna að leiguliðum í eigin atvinnustarfssemi við veiðar á fiski af Íslandsmiðum.

 Fyrirtæki í sjávarútvegi gátu flutt veiðiheimildir frá Flateyri og Fáskrúðsfirði til Reykjavikur á einni nóttu og það var kallað hagræðing.

Án áhorfs á eitthvað annað ein skammtímagróða fyrirtækja, því miður.

Þetta gerðist í aðalatvinnugrein einnar þjóðar frá aldaöðli án andmæla sem heitið gat frá þáverandi stjórnmálaflokkum á þingi, því miður.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Ég er alveg sammála þér með þetta. Svo fær maður fyrir hjartað þegar það kemur tillaga að flytja stofnun með 20 störf frá Rvík eitthvað út á land. Það sem ég vil fá úr þessum öllum hremmingum fyrir mig, er að ég fari að hugsa upp á nýtt.

Thee, 26.10.2008 kl. 03:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Nú þegar bankarnir eru í ríkiseigu með kvótaveð út um
allt er gullið tækifæri að stokka upp fiskveiðastjórnunarkerfið frá
grunni. Einmitt núna þegar allir bankarnir eru í ríkiseigu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband