Lögreglan í landinu.

Ætíð hrósa ég lögreglu fyrir vel unnin störf þar sem ég tel það eiga við og lít á það sem skyldu mína sem þáttakanda í stjórnmálastarfi að vekja athygli á því sem vel er gert í þessu efni.

Mér er hins vegar ómögulegt að skilja atlögu dómsmálaráðuneytisins að lögregluembættinu á Suðurnesjum öðru vísi en svo að þar hafi því miður markvisst verið um að ræða að ýta manni úr starfi sem þó hafði staðið sig vel og skilað árangri til handa þjóðinni og sínu umdæmi.

Allt undir formerkjum þess að þjóna því að fara alfarið að tilllögum Ríkisendurskoðunar um fjárveitingar innan ramma fjárlaga þar sem sérstaða þessa embættis í verkefnum virðist engu máli skipta í raun.

Það er alvörumál að setja í uppnám starfssemi lögreglu með því móti sem þarna virðist hafa átt sér stað og dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að skýra betur þau hin sömu sjónarmið er þar liggja að baki.

Annað er ótækt.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki sel ég það dýrara en ég keypti, en sagt er að Haraldur Johannesen standi á bak við "aðförina" á hendur Jóhanni R. Benediktssyni og mun ástæðan vera sú að Jóhann hefur sýnt frábæran árangur í sínu starfi, sem Haraldur getur aftur á móti ekki og ekki má gleyma því að Björn og Haraldur eru hálfgerðir "fóstbræður" og ég sé ekki betur en að Björn Bjarnason sé enn að skipta um "bleyjur" á ríkislögreglustjóra. 

Jóhann Elíasson, 29.9.2008 kl. 05:30

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er slæm staða og það á ríkisheimilinu. Hvernig dettur þeim í hug að gera svona hluti. Ég hef heillast af vinnubrögðum Jóhanns, alla vegana það sem við heyrum af þeim.

Björn vill nú ekki að neinn sé duglegur, þá skyggir á hann blessaðan.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband