Verða hinir lægst launuðu hjá hinu opinbera látnir bera þjóðarsáttarpokann ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort einu sinni enn komi sú pólítik upp á borðið að þeir sem hvað lægst laun taka og hafa tekið í þjónustu hins opinbera , skuli nú sem áður bera ábyrgð á því að verðbólga fari ekki úr böndunum.

Það segir sína sögu að þeir sem hafa menntað sig til starfa í opinberri þjónustu þurfi að standa í baráttu fyrir leiðréttingu launa sinna gagnvart vinnuveitandanum ríkinu en eftir eru samningar við stéttir í starfi hjá hinu opinbera sem einnig eru hlekkur í þjónustu hins opinbera, þar með talið okkur skólaliða.

Sjálf vildi ég sjá aðra tegund samninga á vinnumarkaði þar sem faglærðir og ófaglærðir sameinist undir formerkjum vinnustaðasamninga hjá hinu opinbera, með gagnkvæmri virðingu stétta í millum, sem ég tel að til lengri og skemmri tíma muni skila mun meiri tilgangi í raun.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband