Eina vitræna leiðin í fiskveiðistjórn hér við land.

Það er afar ánægjulegt að sjá Eldingu taka undir tillögur okkar Frjálslyndra varðandi 220 þúsund tonna jafnstöðuafla til þriggja ára.

Sjómenn vita hvað þeir segja varðandi þorksgengd við landið, og stjórnvöld sem margsinnis hafa lýst því yfir á hátiðastundum að hlusta skuli á fiskifræði sjómannsins þurfa að fara að sýna þau orð í verki.

Til þess þarf kjark og þor stjórnmálamanna.

kv.gmaria.

 


mbl.is Leggur til aukningu þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er hárétt. Frjálslyndi flokkurinn lagði til 220.000 tonna kvóta í þorski.Samt segist flokkurinn vera á móti kvóta.Líka hefur flokkurinn komið með tillögur um hvernig á að skipta kvótanum, og segist samt vera á móti kvóta.Þetta gengur ekki upp.Líka hafa sumir flokksmenn og þingmenn flokksins sagt að ríkið eigi að hafa eignarrétt á kvótanum vegna þess að í fiskveiðistjórnunarlögunum sé sagt að kvótinn sé sameign þjóðarinnar. Þessi málflutningur gengur heldur ekki upp, því orðið sameign þýðir það sem fólk, eða félög á saman og um sameignarfélög eru sérstök lög sem eru óviðkomandi eignarétti ríkisins.Líka er rétt að benda á það að ekki væri hægt að taka eina tegund td. þorsk og láta önnur úthlutunarlög gilda um hann en td.loðnu eða síld því þá væri verið að mismuna útgerðarmönnum sem væri brot á lögum um jafnræði.Frjálslyndiflokkurinn verður að mynda sér skýra stefnu í sjávarútvegsmálum sem byggist á því að hafna þjóðnýtingu ríkisins. Kv.

Sigurgeir Jónsson, 27.8.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband