Fíkniefnabölið og meðferðarvandinn.

Ég hvet alla foreldra að vera meira með nefið ofan í lífi sinna unglinga en minna á þessum tíma árs.

Því fyrr sem hægt er að grípa inn í ferli neyslu, því betra og því meiri von um að ná börnum út úr slíku.

Ef barnið er aldrei heima alltaf hjá vinunum þá er eins gott að vita hverjir vinirnir eru.

Það atriði að hafa útivistarreglur í heiðri og ganga eftir því að þær séu virtar hjálpar.

Það er hins vegar ekki svo vel að segja megi að samhæfing úrræða hins opinbera sé sem vera skyldi því biðlistar eftir plássum fyrir börn í vanda sem slíkum hafa verið til staðar sem er ekki í lagi.

Þar er skortur á fjármagni það sem fyrir er borið og hver vísar á annan því miður.

Neysla fíkniefna er ávísun á geðsjúkdóma og þar er sama sagan einnig fyrir hendi biðlistar og skortur á fjármagni.

Ef stemma á stigu við eftirspurn í þessu efni þarf að samhæfa aðila alla er vinna að slíkum málum í samfélaginu, alla.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

RÉTT !

Kjartan Pálmarsson, 26.8.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband