Skipulagsmálin á höfuðborgarsvæði og nágrannasveitarfélögum.

Ég hef löngum rætt og ritað um nauðsyn þess að menn tali sig saman um skipulagsmál í heild á Stór Reykjavíkursvæðinu, en raunin er sú hamagangur við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa hefur ekki tekið mið af langtíma umferðarþunga um svæðin, engann veginn.

Nægir þar að nefna fyrst Sundabraut í Reykjavík sem enn eftir öll þessi ár er ekki kominn í framkvæmd.

Nágrannasveitarfélög í Suðvesturkjördæmi , Mosfellsbær, Kópavogur og Hafnarfjörður, og Garðabær, eru enn að fást við umferðarþunga aðalbrautar sem veita þarf gegnum þessi bæjarfélög, ásamt auknum þunga umferðar sem skapast hefur af uppbyggingu nýrra hverfa með miklum íbúafjölda innan sveitarfélaga.

Enn er ekki alveg lokið framkvæmdum við breikkun Reykjanesbrautar sem þó er miklil samgöngubót millum  Hafnarfjarðar, og Kópavogs, gegnum Garðabæ og áfram til Reykjavikur, en það mál tafðist allt of lengi á sínum tíma á framkvæmdastigi.

Ég hygg að menn verði að fara að tala meira saman um umferðamál í heild á svæðinu öllu með langtímamarkmið í sjónmáli í stað skammtímaúrlausna.

Sjálf sé ég ekki aðra leið færa en að færa umferð út úr miðjum bæjarfélögum að ströndinni, ásamt því atriði að skoða lestarsamgöngur suður með sjó í Reykjanesbæ, sem nú þegar hlýtur að skoðast sem kostur í þessu efni.

Heildarskipulag til framtíðar sem tekur mið af því að byggja þurfi upp aukinn fjölda íbúa kallar á umferð og það atriði þarf að skoða í því samhengi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Auðvitað á að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í
eitt. Með því fengist meiriháttar hagræðing, sparnaður og öll skipu-
lagsmál yrðu mun heildstæðari.  Gefur auga-leið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband