Fjölmiðlasirkus í Reykjavík ?

Alls konar fréttir og vangaveltur um borgarmál í Reykjavík eru vægast sagt að verða þreytt fréttaefni á miðað við það sem á undan er gengið í því efni frá síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Beinar útsendingar og yfirlega fréttamanna er því hálf hlægilegt frá mínu sjónarhóli séð nú um stundir, borgarbúar og aðrir landsmenn eru nefnilega búnir að upplífa einhvers konar valdarán sitt á hvað, af hálfu allra núverandi kjörinna fulltrúa, allra flokka, í hinum ótrúlegustu birtingarmyndum.

Trúverðugleikinn er horfinn, og lýðræðislegar aðferðir í uppnámi.

kv.gmaria.

 


mbl.is Fréttamenn bíða í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Bind vonir við að þessum borgarsirkusi fari að ljúka, mynd verði traust
og ábyrg stjórn borgaralegra afla, sem verði upphaf af víðtækri póli-
tiskri samvinnu slíkra borgaralegra flokka þ.a.m á ríkisstjórnarstigi
með þátttöku Frjálslyndra að sjálfsögðu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.8.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það væri óskandi Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.8.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband