Hvar er verkalýðshreyfing þessa lands ?

Samfylking er í ríkisstjórn og þvi miður virðist það í réttu samhengi við þögn yfirforystu verkalýðshreyfingar í landinu eins fáránlegt og það nú er ?´

Á tímum þar sem hvers konar kjarasamningar eru í uppnámi eðli máls samkvæmt í þvi efnahagsöngþveiti sem til staðar er.

Verkalýðshreyfing á ekki að vera málpipa einstakra stjórnmálaflokka heldur hafa félög verkalýðsins í landinu það lögbundna hlutverk að standa vörð um kjör launafólks á hverjum tíma.

Launafólk í landinu greiðir gjöld til félaga þessara án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokki tilheyra.

Það er lágmarkskrafa að verkalýðsfélög standi vörð um hagsmuni launafólks í landinu, og láti í sér heyra þegar svo er komið að launin brenna upp í óðaverðbólgu sitjandi ráðamanna.

kv.gmaria. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Verkalýðshreyfingin er lömuð af því að allir þeir sem eiga að vera að berjast fyrir réttindum síns fólks eru komnir á svo góð laun að þeir nenna ekkert að standa í þessu.

Ef að þú sæir laun þess fólks sem starfar til dæmis fyrir Eflingu og svo laun skjólstæðinganna, þá veistu hvað klukkan slær !

Takk fyrir góðan pistil.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 03:18

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég tek undir þetta með laun forustumanna í verkalýðshreyfingunni en hitt er líka staðreynd að þátttaka Samfylkingar í ríkisstjórn hefur áhrif.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gott hjá þér GMaría. Ég hef lengi ætlað að blogga um þetta efni. Mín skoðun er sú að verkalýðsfélögin eru eins ónauðsynleg núna eins og þau voru nauðsynleg hér áður og fyrr. Þessi félög safna þvílíkum auði að það er hryllilegt. Þau hafa líka fest sig svo í sessi að það er skylda að greiða af hverjum launþega stórar fúlgur þó hann sé ekki í félaginu. þ,e, launagreiðandinn greiðir í sjóðina. Síðan er endalaust samið um % í hina og þessa sjóði núna síðast í endurhæfingarsjóð. Hann er þá viðbót við sjúkrasjóð og félagssjóð og að ógleymdum starfsmenntasjóði eins og ég stýrði í tvö ár tæp. Það er óeðlilegt og hættulegt þegar blandast saman pólitík og baráttusamtök eins og rætt er um og það sama á við um pólitík og trúmál þó það séu önnur sjónarmið sem þar skarast. Í verkalýðsforystunni kjósa menn alltaf sömu aðilana og skara eld að eigin köku með því að kjósa sig svo í þessa sjóði og ráð sem veldur því að þeir eru með mörg hundruð þúsund í heildarlaun á mánuði. Ég er nú ekki að sjá ávinninginn af því að Samfylkingin sé í ríkisstjórn bara sorry Jakob. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband