Öfgaumhverfisvernd og öryggi manna.

Þegar vega þarf og meta það tvennt hvort hætta sé búin öryggi mannslífa vegna þess að ísbjörn gengur á land, og það atriði að ná dýrinu lifandi, þá er það einfalt hvort sjónarmiðið vegur þyngra á vogarskálum vitrænna aðferða að ég tel.

Þegar menn hlaupa fram með offorsi og leyfa sér að gagnrýna hluti sem þeir hinir sömu standa sjálfir ekki frammi fyrir í þessu efni afar óvenjulegum hlut sem gerist sjaldan en góð vitneskja er til um hvað getur haft í för með sér, þá hljóta menn að sjá að þeir sem standa frammi fyrir aðstæðum eru þeir sem taka þurfa ákvarðanir, engir aðrir.

Ráðherra umhverfismála þarf því ekki að gangrýna fyrir þessa einstöku ákvarðanatöku og mál sem slíkt ætti ekki að lúta einhverjum pólítiskum línum, sem tilefni til gagnrýni.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband