Lokaðar geðdeildir taka ekki á vanda fíkni/geðvandamála samtímans.

Fjögur bráðarúm fyrir sjúklinga í agressívu oflætisástandi, án raunveruleikatengingar, við sjálfa/n sig og umhverfið ?

Annar það eftirspurn í höfuðborg landsins ?

Svar mitt er NEI, meðan sú pólítik er rekin að niðurskurður skuli vera til staðar á sviðum sem taka þurfa að vandamálum samtimans svo sem fíkniefnaneyslu sem leiðir sjálfkrafa á braut geðsjúkdóma, þá fer sem fer,æ veikari einstaklingar verða á götunni þvi meðferð er ekki til og hið opinbera tímir ekki að kosta slíkt.

Eiga fangaklefar lögreglu að vera notaðir og nýttir sem sjúkrarúm án læknisþjónustu meðan lögregla þarf að hverfa frá með fársjúka einstaklinga í slíku ástandi sem hér var fyrst lýst ?

Raunin er sú að menn hafa ekki tekið um það ákvarðanir að það kosti eitthvað að meðhöndla afleiðingar fíkniefnaneyslu hér á landi hvorki sem barnaverndarúrræði ellegar á síðari stigum máls og meðan svo er fer sem fer og vandamálin vaxa yfir höfuð og þróun mála er sú að menn eru að moka sandi í botnlausa tunnu sitt á hvað og vísa vandamálum frá sér og milli sín, millum kerfa.

Samvinna, samhæfing og skilvirkni þarf að koma til með fjármagni að nauðsyn á hverjum tíma eftir efnum og ástæðum tölulegra upplýsinga um leitun í þjónustu þessa.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er löngu kominn tími til að taka þessi mál til athugunar, og skoða til hvaða lausna sé hægt að grípa.  Fangelsi eru EKKI ein af þeim lausnum.  Lokaðar meðferðarstofnanir er svarið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er löngu kominn tími til að ræða þessi mál umbúðarlaust,geðveiki er sjúkdómur mjög alvarlegur hann hefur nokkur tilbrygði,áfengissýki hefur verið tileinkuð geðveiki en það finnst mér ekki rétt alkaholismi er sjúkdómur en ekki geðsjúkdómur það er sjúkt að geta ekki notað vín öðru vísi en að þurfa að rétta sig af,sykrusíki er sjúkdómur en ekki geðveiki,einelti getur orsakað geðveiki það er sá sem verður fyrir einelti getur farið það illa að hann leggist í þunglindi sem er eitt tilbr. af geðveiki.Það er með þetta eins og annað í þessum geira að það er okkur til skammar að ekki skuli vera neitt gert ég batt vonir við að Jóhanna Sigurðardóttir mundi vinna þetta mál en ekki enn.

Guðjón H Finnbogason, 26.2.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband