Skattgreiðendur og þjónustan.

Hagsmunir skattgreiðenda.

Þeir sem eru þáttakendur á vinnumarkaði inna af hendi skatta til hins opinbera í formi staðgreiðslu skatta. Hið opinbera hefur þar með tekjur sem nota skal og nýta í verkefni þau sem lög kveða á um að skuli af hendi innt í voru þjóðfélagi.

Þótt þjónustu skorti ellegar þegnar þjóðfélagsins megi þurfa að lúta því að lenda á biðlista í þjónustu sem lögum samkvæmt skal vera fyrir hendi, innheimtir hið opinbera eigi að síður stöðugt skatta af hinum vinnandi manni án þess að sá hinn sami fái þess notið.

Þetta er óviðunandi og gera verður þá kröfu til kjörinna leiðtoga stjórnsýslustiganna tveggja Alþingis og sveitarstjórna að fjármunir séu notaðir og nýttir í grunnþjónustuverkefni í þágu borgaranna sem lög kveða um að skuli til staðar vera.

Jafnframt þarf setning laga á Alþingi varðandi verkefni sveitarfélaga að vera í sambandi við raunveruleika um mögulega framkvæmd mála annars þjónar lagasetning ekki tilgangi sínum.

Gjaldtaka hins opinbera.

Sívaxandi greiðsluþáttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfið er óásættanlegt atriði meðan málaflokkurinn tekur til að vera með hæsta útgjaldalið fjárlaga ár hvert. Almannatryggingakerfi sem gumað er af að sé til staðar til handa öryrkjum og öldruðum er ekki svipur hjá sjón og upphæðir bóta úr takti við raunveruleikann eins og lægstu taxtar á vinnumarkaði.

Slíkur málamyndavelferðarumbúnaður er öllum hlutaðeigandi við stjórn hins opinbera til skammar.

Lífeyrissjóðir með milljarða í hlutabrefabraski á sama tíma.

Launamenn EIGA lífeyrissjóðina og skipulag þeirra hefur ekki lotið nauðsynlegri endurskoðun með tilliti til hagsmuna þeirra sem þar leggja inn fjármuni mánuð hvern. ALDREI skyldu fjármunir þessara sjóða hafa verið notaðir og nýttir í kaup á hlutabréfum og markaðsbrask í atvinnustarfssemi ALDREI. Lög ættu nú þegar að kveða á um að fjármunir þessir væru bundnir á reikningum í fjármálastofnun með hæstu ávöxtun, punktur...... en ekki með ákvörðun sjóðsstjórna sem verkalýðsfélög skipa einhliða í stjórnir í , ákveði um ráðstöfun fjármuna. Hagsmunir verkalýðsfélaga sem skipa í stjórnir sjóða þessara sem tekið hafa þátt í fjárfestingum í fyritækjum á atvinnumarkaði eru því komnar hringinn kring um borðið og hagsmunir launþegans að hluta til fyrir borð bornir, því miður og samningar á vinnumarkað hafa litað þessa skipan mála nú á annan áratug.

Hér þarf breytinga við því sjóðirnir eru að sjálfsögðu farnir að tapa á áhættubraski og farnir að skerða greiðslur til sjóðþega sem sem eiga féð sem var lagt inn í sjóðina.

Með ólíkindum er að Alþingismenn þing eftir þing, hvar í flokkum sem standa skuli ekki hafa tekið mál þessi til skoðunar í voru þjóðfélagi.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband