Kjaraskerðing til handa ófaglærðum á vinnumarkaði er hneisa verkalýðshreyfingar hér á landi

Eftir því sem stjórnvöld reyna að telja mér trú um að kaupmáttur minn sem launþega á vinnumarkaði hafi aukist hefur hann rýrnað nokkurn veginn í réttu samræmi við hjal allt þess efnis. Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingar þessa lands er því miður orðinn um víðann völl, þ.e.a.s, sem frjálsra félaga sem berjast eiga fyrst og fremst fyrir hagsmunum félaga sinna sem greiða iðgjöld í félög þessi. Alls konar yfirlýsingar og handabandasamkomulög við sitjandi stjórnvöld í landinu hafa oftar en ekki verið það sem okkur launþegum er á borð borið undir formerkjum þess að halda verðbólgu niðri. Það gengur einfaldlega EKKI lengur því sú vísa hefur verið kveðinn of oft án þess að orð fylgi gerðum og án aðgerða þeirra félaga sem launþegar greiða í mánuð hvern.

Verkalýðsfélög eru í viðskiptum við vinnuveitendur ekki sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma.

Hagsmunir hins almenna launþega á vinnumarkaði eru fyrst og fremst um hans kaup og kjör, hverju sinni og að þau hin sömu séu með því móti að viðkomandi fái af slíku lifað í einu þjóðfélagi. Stjórnvöld skapa umgjörð skattalega hverju sinni og eftir því hlýtur kröfugerð hvers félags fyrir sig að byggjast á, gagnvart vinnuveitanda sem er viðsemjandi. Sé skattaumhverfi með því móti að hækka þurfi lægstu laun launþega verulega þá hvoru tveggja þarf og verður að berjast fyrir því í stað þess að búa til yfirlýsingar og blaður alls konar sem oftar en ekki er af pólítiskum toga runnið til þess að skapa frið í fjögur ár við ríkjandi valdhafa. Frjáls félög og stjórnvöld eiga í raun ekkert tilefni funda saman sérstaklega nema þegar viðsemjandi er hið opinbera.

Gengur ekki deginum lengur.

Bætur almannatrygginga hafa tekið mið af lægstu launatöxtum í landinu lengi og engin furða að úr röðum þeirra hafi heyrst hljóð úr horni undanfarin áratug um það bil þvi sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikill skortur á þjónustu sem ekki hefur hafst undan að sinna þrátt fyrir hina miklu skattöku, né heldur að stjórnvöld hafi verið þess umkomin að mæla fátæktarmörk og möguleika til lífsafkomu hluta þegnanna. Þar eru ákveðnir hópar launafólks í landinu á sama báti og þeir sem eru á bótum almannatrygginga vegna örorku eða ellilífeyrisgreiðslna. Ekki hvað síst fólk af erlendu bergi brotið sem þiggur lægstu taxta á vinnumarkaði eðli máls samkvæmt vegna skorts á starfsreynslu og starfsaldri á vinnumarkaði.Það er því vægast sagt sérkennilegt að bjóða fólk velkomið til vinnu og þáttöku í einu samfélagi undir þeim formerkjum sem hér eru áðurnefnd.

Annmarkar skattkerfis, kalla á kröfugerð félaga, um laun eftir skatta sem nægja til lifibrauðs.

Því fyrr þvi betra sem verkalýðsfélög þessa lands nær að aftengja sig pólítiskt kjörnum leiðtogum við stjórnvölinn og eiga bein viðskipti við vinnuveitendur um kaup og kjör félagsmanna því betra, því þar liggur upphaflegur tilgangur félagsaðildar og iðgjaldagreiðslna félagsmanna mánuð hvern í félögin. Miðað við núverandi skattöku af láglaunafólki á vinnumarkaði þurfa lágmarkslaun í landinu að hækka með því móti að launþegi hafi eftir að minnsta kosti 150 þúsund krónur eftir skatta.Flóknara er það ekki.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband