Grundvöllur stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Hvað varð þess valdandi að jafnaðarmannaflokkur hér á landi hoppaði uppá vagn frjálshyggjukapítalisma fyrri ríkisstjórnar og uppáskrifaði flest sem gert hafði verið með því móti ?

Voru aðgerðir ellegar aðgerðaleysi fyrri ríkisstjórnar allt í einu ásættanlegar ef sá hinn sami flokkur kæmi sínum mönnum einungis að við ráðmennskuna ?

Hvað varð um hugsjónir og sannfæringu jafnaðarmanna yfir höfuð sem hafa verið vandfundnar síðari ár, innan raða verkalýðshreyfingar til dæmis sem dandalast hafa í alls konar vangadansi við vinnuveitendur svo eitt dæmi sé tekið ?

Stjórnarsáttmálinn er miðjumoðssamsuða markmiða millum ólikra flokka, þar sem ráðherrar telja sig í góðum málum að tala einn í austur og hinn í vestur allt eftir hentugleikum hverju sinni því flokkarnir hafa það mikinn þingmeirihluta í heild.

Núverandi ríkisstjórn ber ekki sól í húfum inn í gluggalausan kofa í efnahagsmálum hér á landi og afar fróðlegt verður að fylgjast með hvort núverandi forkólfar flokka við stjórnvölinn hafi þann kjark og það þor sem þarf til að takast á við samdrátt í voru þjóðfélagi, því allt sem fer upp kemur jú einhvern tímann niður.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband