Kvótakerfið er þjóðhagslega óhagkvæmt kerfi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Það er ótrúlegt að flokkur meintra jafnaðarmanna setist í ríkisstjórn með Sjálfsstæðismönnum og þegi þunnu hljóði um annmarka kvótakerfis sjávarútvegs á Íslandi, eftir þá auðn á landsbyggðinni sem er að finna eftir lögleiðingu framsals aflaheimilda millum útgerða, landið þvert og endilangt. Til þess að bæta gráu ofan á svart samþykkir Samfylkingin síðan alls konar málamyndaaðgerðir vegna þorskskerðingar ásamt samstarfsflokknum sem teljast verða í raun meiriháttar stjórnmálalegt klúður allra handa, undir nafninu " mótvægisaðgerðir " . Aðgerðir þessar eru álíka því að  reyna að bæta sokk með allt of stórt gat sem betra væri að henda og prjóna nýjan í staðinn. Efasemdaatriðin um meint ágæti þessa kerfis eru nefnilega svo mörg að menn geta ekki með vitrænum hætti horft lengur framhjá þeim, með tilraunum til þess að skýla sér bak við vísindamenn sem mistókst að spá fyrir um gang mála hvað varðar verðmesta fiskistofninn við landið , stærð og þróun tvo áratugi. Það er nægilegt að skoða skattana fyrir og eftir lögleiðingu framsals til þess að sjá hver áhrif varða á þjóðarhag, með samsafni aflaheimilda til örfárra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála , þessu verður að breyta. kv.

Georg Eiður Arnarson, 27.10.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband