Landbúnaðarmálin í Kastljósi kvöldsins.

Jón Magnússon var í Kastljósi kvöldsins ásamt landbúnaðaráðherra Einari H. Guðfinnssyni.  Hann benti á það að fólk hefði ekki lengur efni á kaupa innlendar afurðir.Ekki varð annað séð en ráðherra færi undan í flæmingi varðandi það atriði að reyna að verja mestu styrkveitingar sem þekkjast til landbúnaðar en á sama tíma hvað hæsta matvælaverðs til neytenda. Það er nokkuð ljóst að stjórnvöld hafa ekki áttað sig á þvi að hryggur og læri af lambi kostar fullmikið fyrir almennan verkamann hér á landi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þessi rimma þeirra tveggja var hin ágætasta skemmtun. Jón hafði miklu betur - fór meðal annars á kostum þegar Helgi sagði eitthvað á þá leið að Jón réði engu. Þá gaut Jón augunum snöggt til hliðar og sagði að hann myndi um síðir ráða og snéri sér síðan að ráðherranum sem átti í vök að verjast enda með vondan málstað í farteskinu.

Aumt fannst mér hjá ráðherranum þegar hann gjammaði framí með gamla hræðsluáróðurinn að með breytingum á núverandi kerfi yrði landbúnaðurinn lagður í rúst. Undarlegt að heyra slíkt úr munni manns sem er þessi misserin önnum kafinn við að mylja niður sjávarbyggðir landsins.

Magnús Þór Hafsteinsson, 26.10.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Jón stóð sig vel gegn munnræpumeistaranum EKG. Það er mjög sérkennileg staða að við styrkjum landbúnaðinn manna mest og greiðum hæsta verðið einnig í smásölunni. Einhverjir hlóta að græða vel, eða hvað?

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.10.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það mætti nú halda að mismunurinn lægi einhvers staðar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband