Hve lengi ætla íslenskir neytendur að láta bjóða sér óviðunandi þjónustu ?

Það ER óviðunandi þjónusta af hálfu þeirra sem ástunda verslun og viðskipti að fólk sem ekki getur talað og tjáð sig við viðskiptavini sé við störf sem útheimta slíkt. Sama máli gildir um alla þjónustu fyrir fólk í landinu og alveg sama hvort verið er að versla rándýra matvöru ellegar hafa viðskipti við þjónustustofnanir almennings sem eru á vegum hins opinbera. HINGAÐ OG EKKI LENGRA takk fyrir, gjörið svo vel að senda fólk á námskeið til að læra málið,  sem þið ætlið að veita störf í ykkar þjónustu við almenning í landinu.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll elsku karlinn minn, komst ekki til að kveðja þig því miður eins og ég ætlaði í gær, en segi góða ferð og ég vona að maður sjái þig blogga úr draumalandinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er hellingur af fólki sem getur unnið við flest sem vandræðin eru mest. Löggild gamalmenni og öryrkjar vilja án vafa vinna við eitthvað af þessu. Bara spurning um smá breytingar á laga texta, því eins og Haarde segir ,,það eru engin lög það merkileg að ekki megi breyta þeim''

Kjartan Pálmarsson, 26.9.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband