Hrunadans Samfylkingarmanna kring um Evrópusambandið.

Var að lesa frásögn á bloggi  Guðmundar bloggvinar míns, af viðtali við utanríkisráðherra í kvöld í fréttum þar sem greinilegt daður við Evrópusambandsaðild er á ferð líkt og fyrri daginn en sams konar áróður hefur viðskiptaráðherra flokksins rekið undanfarið. Svo vill til að Samfylkingin hefur ekki látið sig varða fiskveiðistjórn við Ísland svo heitið geti frá stofnun flokksins og sjaldnast verið hægt að týna upp nokkurs konar skoðun flokksins á skipulagi mála á því sviði að öðru leyti en því að formaðurinn gekk nýtekinn við á fund LÍÚ með sáttaplagg um hið handónýta kerfi. Aðild að ESB þýðir það að Íslendingar afsala sér yfirráðarétti yfir fiskimiðunum að miklum hluta til en Samfylkingin hefur ekki rætt það nokkurn skapaðan hlut þótt slíkt valdaafsal þjóðar yfir auðlindum sé í sjálfu sér afar stórt mál. Allt tal um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er hjóm eitt meðan menn hafa ekki skoðun á fiskveiðistjórn innanlands og vilja fela öðrum þjóðum ákvarðanavald í því efni án skoðunar á málinu í heild.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband