Það þarf átak í atvinnuþróun á landsbyggðinni, öllum landsmönnum til hagsbóta.

Andvaraleysi ráðamanna undanfarna áratugi gagnvart stefnumótun um atvinnu og byggðaþróun í landinu hefur orsakað ástand á fjölmennustu svæðum þar sem ekki hefur hafst undan að byggja upp nauðsynleg samgöngumannvirki í samræmi við fjölgun íbúa og svo komið að bílaeign landsmanna er hreinlega vandamál þegar allir hafa ákveðið að búa á sama svæði á landinu. Dulbúið " frumskógarlögmál " sem kallað hefur verið frelsi , var innleitt í kerfi fiskveiða og landbúnað einnig að hluta til þar sem stórkostleg fækkun starfa var nefnt hagræðing og hagræðingu ofan allra handa, en hliðaverkanirnar hafar greinilega ekki verið reiknaðar með í dæmið til enda, því þá væri búið að byggja samgöngumannvirki sem önnuðu ökutækjum í umferð millum atvinnusvæða á Stór Reykjavíkursvæðinu og inn og út úr borginni. Nákvæmlega EKKERT hefur verið að finna í stjórnvaldsaðgerðum skattalega eða af öðrum toga,  sem hvatningu til minni bílaeignar, hvorki hvað varðar uppbyggingu almenningsamgangna á landinu öllu. Því til viðbótar var það látið óátalið af stjórnvöldum að demba öllum flutningum á vegakerfið í stað þess að styðja við flutninga sjóleiðina sem náttúrulega bætist við innanbæjarumferð út úr borginni og kring um hana. Til þess að bíta höfuðið af skömminni hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tekið til við að byggja upp í loftið blokkir til íbúðabyggðar að virðist án nokkurra einustu útreikninga á umferðaraukningu á samgönguæðar. Sameining ellegar betri samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi nauðsynlega heildaryfirsýn gæti hugsanlega vakið menn upp af þeim Þyrnirósarsvefni sem menn hafa sofið of lengi. Landsbyggðin hefur fyrir löngu sameinast í fá sveitarfélög sem vantar atvinnu út á landsbyggðina.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góð grein og ég er sammála öllu sem í henni stendur.  Það er verið að leggja landsbyggðina í eyði og mynda hér borgríki og allt eru þetta mannanna verk.

Jakob Falur Kristinsson, 9.9.2007 kl. 02:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jakob, þökk fyrir það.

Það er hárrétt þetta eru mannanna verk.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.9.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband