Hinn nýji stjórnarsáttmáli, segir ósköp lítið.

Þá er kominn fram sáttmáli hinnar nýju ríkisstjórnar og virðist þar um að ræða ágætlega orðað plagg þar sem soðið hefur verið saman stefnuleysi flokkanna beggja á hinum ýmsu málasviðum. Afskaplega fátt og lítið sem hönd er á festandi utan vilja til þess að gera þetta og hitt og setja mál í nefndir. Þó er að finna einstaka undantekningar en þó ekki í þeim málum sem varða þjóðina hvað mestu svo sem varðandi íslenskan sjávarútveg. Að vísu á að gera úttekt á aflamarkskerfinu með tillits til byggðarþróunar en ekkert segir til um hvenær það skuli gert. Vitundarleysi flokkanna beggja gagnvart hinni erfiðu stöðu sem byggðirnar standa frammi fyrir er þvi algert. Ég held að þetta vitundarleysi sé ekki akkúrat það sem menn þurfa nú um stundir hvorki gagnvart stöðu byggðanna né heldur stöðu heimilanna í landinu og skattkerfi þar sem hinir tekjulægstu bera hvað þyngstar byrðar. Sáttmálinn í heild gæti svo sem heitið " because you´re mine, I walk the line.... "

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband