Hækkun skattleysismarka þýðir lífsgæði fyrir láglaunafólk.

Stór hluti láglaunafólks hér á landi eru innflytjendur og það er engin tilviljun að Frjálslyndi flokkurinn hefur sett hækkun skattleysismarka á oddin sem eitt af sínum áherslumálum ásamt umræðu um málefni innflytjenda og kvótakerfi sjávarútvegs. Við bjóðum fólk af erlendu bergi brotið nefnilega ekki í raun velkomið nema við viljum sjá til þess að fólkið njóti sömu lífsgæða og við viljum sjálf njóta sem er það atriði að hinn almenni verkamaður lifi af launum sínum fyrir fulla vinnu eftir skattgreiðslur. Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki áorkað því að semja um launaupphæðir sem duga nægilega til framfærslu né heldur að að standa vörð um mörk skattleysis tekna. Þetta ástand bitnar á fjölskyldum þessa lands sem í landinu búa, hvað varðar lífsgæði hvers konar og möguleika til dæmis til menntunar utan hins venjulega vinnutíma. Lágmarkstaxtar launa sem ekki nægja til lifibrauðs eru síðan viðmið bóta almannatrygginga sem aftur veldur fátæktarfjötrum hluta fólks sem getur í engu umbreytt stöðu sinni vegna heilsutaps eða öldrunar.

Hér þarf því áhersubreytingar strax.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ guðrun maria.

takk fyrir skilaboðin.

kv. jun

http://junmorikawa.blog.is/blog/junmorikawa/

jun (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sannarlega er þetta mín sannfæring.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.4.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband