Ábyrgð foreldra og fíkniefnavandinn, úrræði kerfisins og úrræðaleysi.

Afleiðingar þess að glæpamennska viðgengst í voru þjóðfélagi þess efnis að hér ganga sölumenn ljósum logum seljandi börnum fíkniefni frá fermingu, er vandi, víðfeðmur vandi þar sem hluti þeirra ungmenna er ánetjast þessarri glæpamennsku lendir sem eitt stykki  "vandamál " til úrlausnar , foreldra og kerfis þess sem til staðar er til þess að taka á þessum vandamálum. Meðferð barna meðan einstaklingur er skilgreindur sem barn er EKKI fyrir hendi sem heilbrigðisúrræði á Íslandi , nema annar vandi meðferðis sé einnig kominn til sögu og þá ef til vill sem geðrænn kvilli sem oftar en ekki kann að koma til sögu í því ferli. Meðferðir svokallaðar eru því einungis í boði sem félagslegt úrræði á vegum Barnaverndarstofu og barnaverndaryfirvalda, að því undanskildu að SÁÁ tekur unglinga í meðferð en EKKI í samstarfi við Barnaverndaryfirvöld og þær meðferðir eru háðar vilja einstaklingsins/barnsins , líkt og önnur meðferðarúrræði barnaverndarstofu. Barn getur því útskrifað sig út úr slíkum meðferðum eins og viðkomandi kann að detta í hug, alveg sama hver vilji foreldra er. Aðeins eitt meðferðarheimili á Íslandi sveitaheimili með fremur fá pláss er LOKAÐ ÚRRÆÐI á vegum Barnaverndarstofu sem ekki annar biðlistum. Neyðarvistun ungmenna í kjölfar vandræða tengdri fíkniefnaneyslu þeirra hinna sömu og aðkomu barnaverndaryfirvalda í því efni er á Stuðlum sem þjónar þeim tilgangi að þar taki við framhald á komu einstaklings að því loknu.

Á því hinu sama eru verulegar brotalamir því eins og áður sagði tekur ekkert endilega við því hugsanlega eru ekki pláss til staðar að því loknu, og reynsla foreldra þess efnis að taka í taumana og kallla til lögreglu og barnaverndaryfirvöld til þess að eitthvað þokist í málum einstaklings sem er barn kann hugsanlega að þýða endurtekningu hring eftir hring þar sem hundurinn liggur grafinn í því að skortur á nægilega miklu magni af úrræðum veltur aftur á skorti á peningum í þessi mál.

Starfsmenn á Stuðlum eru frábærir og sinna sínu starfi vel og það er ekki við þá að sakast það skal tekið fram en það skortir lokaðar stofnanir sem taka á vanda ungmenna meðan ungmenni teljast börn til þess að neysla fíkniefna og það atriði að ánetjast þeim verði litið þeim augum að kerfið grípi í taumana með foreldrum en segi ekki hér eru stofnanir sem þú ræður hvort þú vilt vera á að fara af.

Meðan börn eru börn er barnavernd þess eðlis að foreldrar bera ábyrgð og stofnanir þurfa að standa þá ábyrgð með foreldrum og nógu mikið magn lokaðra stofana til þess að kippa börnum alfarið út úr þessum vanda, nógu langan tíma, er það sem skortir.

Magn í samræmi við þörf og fjármunum þarf að verja til þess hins arna meðan ekki tekst að uppræta vandamál þess að glæpamenn gangi lausir til þess að selja börnum fíkniefni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ef vandin yrði flokkaður sem heilbrigðismál væri staðan ábyggilega önnur.  Það er ekki nóg að vera með greiningar og flokkun, það þurfa vissulega að vera til úrræði.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.2.2007 kl. 07:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já rétt er það að áherslan á hvar og hvernig mál lenda skiptir verulegu máli ekki hvað síst hvernig tökin á þeim eru þess eðlis.

Ja cesil veit flest um þessi mál öll af langri reynslu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband