Núverandi ríkisstjórn mun taka mark á Feneyjanefndinni, málið verður sett í salt.

Tilraunir sitjandi valdhafa til þess að slá sig til ríddara  um endurskoðun stjórnarskrár landsins fóru að mínu viti algjörlega út um þúfur við álit Feneyjanefndarinnar á drögum hins skipaða stjórnlagaráðs.

Það mun heyra til tíðinda ef núverandi stjórnarflokkar taka ekki mark á þeim athugasemdum sem koma fram frá nefnd þessari en  sömu athugasemdir höfðu áður verið framsettar af helstu sérfræðingum hér innanlands.

Blind trú hinna skipuðu stjórnlagaráðsmanna á ágæti eigin tillagna eru sér kapítúli út af fyrir sig í þessu máli, annað verður ekki sagt, sem og tilraunir til lýðskrums af hálfu þeira er sitja á þingi og neita að taka tillit til athugasemda um þetta vanbúna mál.

Raunin er sú að það hefur verið nóg af loðinni lagasetningu á Alþingi þótt ekki bætist við að stjórnarskrá landsins verði undirlögð af slíku orðafjálgi sem illa eða ekki er hægt að finna stað, hvað þá grundvölll skilvirkrar lagasetningar um hin ýmsu mál.

 

 kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stjórnarskráin kallar á lagabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim er ekkert heilagt nema Evrópusambandið,hvorki að halda íslensk lög og reglur,þegar þeim bíður svo.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2013 kl. 02:23

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er skrítin staða og ekki laust við að maður spyrji sjálfa sig til hvers er verið að kalla eftir öllum þessum álitum ef það á svo ekki að fara eftir einu eða neinu....

Hverja aðra á Stjórnarskráin okkar að verja en okkur Íslendinga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.2.2013 kl. 07:11

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Málið hefur því miður verið fært í form lýðskrumsins sem það á sannarlega ekki heima í á nokkurn handanna máta.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2013 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband