Að rækta kærleikann.

Kærleikur meðal manna er eitthvað sem áskapar virðingu og virðing áskapar samvinnu um allt milli himins og jarðar.

Ræktun kærleikans er fyrst okkar sjálfra en uppskera þess hins sama veltur á þvi hversu oft og hve mikið maður sjálfur kemur vel fram við náungann.

Jólin eru tími kærleika þar sem við sýnum meðal annars látnum ástvinum virðingu á margvíslegan máta, en þeir sem hafa orðið fyrir missi sinna nánustu nýlega eiga oft erfiða tíma um jól.

Ég hefi nú síðari ár sett mynd af látnum ástvinum á jólaborðið og kveikt á kerti við myndirnar, í stað þess að fara í örtröð við að kveikja á kerti við leiði i kirkjugarðinum, en hver velur sinn farveg í þessu efni.

Kærleikurinn er lífsmeðal sem ekki aðeins hjálpar okkur sjálfum við iðkun hans, heldur breiðir út virðingu og vitund um það hið sama, meðal manna hér á jörð.

Ég tel mig vera ríka af kærleiksríku fólki í minni fjölskyldu fjær og nær,sem og foreldrum mínum heitnum , sem ólu mig upp í anda kærleikans hvarvetna.

Ég er einnig rík af samferðafólki sem þekkir svo vel vegu kærleikans, og þakka fyrir það .

Kærleikurinn umber allt og sigrar allt.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband