Svolítið meira um frelsi.

Frelsi í nútíma þjóðfélagi er vissulega ýmsum annörkum háð og ekki endilega þeim sem vera skyldi. Því frelsi eins kann að leggja fjötra á annan ef við gætum þess ekki að skera kökuna jafnt og skipta til þegnanna  þannig að jafnar skattbyrðar leggist á fólk í samræmi við innkomu tekjulega þá búum við til þjóðfélag misskiptingar sem örugglega enginn vill. Fólk sem er fjötrað í ósanngjarnt skattkerfi sem letur í stað þess að hvetja til atvinnuþáttöku hrópar ekki húrra fyrir frelsi hér á landi.Því til viðbótar er aðkoma nýliða að atvinnugreinum eins og til dæmis sjávarútvegi nær ómöguleg nema að verða leiguliðar að óveiddum fiski úr sjó. Flótti kvenna á vinnumarkað undir formerkjum þess að konur væru fjötraðar inni á heimilum þýddi að hluta til tilkomu stórra hópa þar sem róið var á mið láglaunapólítikur hvarvetna, því stofnanauppbygging alls konar við barnauppeldi kostaði sitt og rekstur þar að lútandi hefur sjaldan mátt kosta mikið . Margsinnis benti ég á það í blaðagreinum á sínum tíma hve mjög sveitarfélög gætu sparað með því einu að borga konum fyrir að dvelja heima með börnum sínum fyrstu ár frumbernsku og Davíð kom því á koppinn á sínum tíma en Ingibjörg kippti því út um leið. Frelsi barnsins til umgengni við foreldra sína er því einnig heft í þjóðfélagi stofnannapólítikur sem koma skal að virðist næstum í stað fyrir uppeldi foreldra eins vitgrannt og það nú er.

nóg í bili.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband