Um daginn og veginn.

Dagarnir líða áfram í einhverri þoku óvissu um hvar maður kunni að geta höfði sínu hallað hér á landi, með eitthvað sem heitir þak yfir höfuðið hvers eðlis sem er til handa sér og sínum.

Er samt langt komin með að pakka niður heimili mínu, til þess að koma því einhvers staðar í geymslu, áður en ég þarf að vera búin að rýma það hið sama.

Kanski er kominn sá tími að Íslendingar þurfi að hverfa aftur í torfkofana þ.e sá hluti sem ekki er gjaldgengur á hinn almenna leigumarkað sökum tekjustöðu hvað þá til kaupa á húsnæði ?

Kanski er það svo að hinn svokallaði jöfnuður sem núverandi stjórnvöld guma sig af sé jöfnuður niður á við þannig að millistéttin sé á leið í félagslegt húsnæði og tekjuminni hópum verði vísað á Guð og gaddinn ?

Í minni stöðu nú, er það auðvelt að detta í pytt svartsýni, þótt sannarlega hafi mig sjaldan skort bjartsýni út í hið óendanlega um að vandamál hvers konar séu verkefni til að leysa, hverju sinni, eftir mögulegu efnum og aðstæðum.

Hvers konar kerfi mannsins eru mannanna verk, kerfin eiga að þjóna manninum en ekki öfugt, til þess greiðum við skatta, og smíðum lög sem gilda eiga um alla en ekki suma.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband