Hvað kostaði þessi meinta lýðræðisþróun í boði sitjandi ríkisstjórnar ?

Það er afar sérstakt að ráðherra skuli ánægð með það að helmingur kosningabærra manna fari á kjörstað.

Hinar sérsömdu spurningar í þessari atkvæðagreiðslu, allar þess eðlis að viðkomandi gátu varla annað en verið jámenn við því hinu sama, utan spurningarinnar um þjóðkirkjuna, var í raun afar kostnaðarsöm skoðanakönnun fyrir sitjandi stjórnvöld í landinu sem almenningur greiðir fyrir af skattfé.

Mín skoðun var og er sú að tillögur að nýrri stjórnarskrá séu lélegar og ekki nýtanlegar óbreyttar frá því ráði sem ríkisstjórnin skipaði til verksins.

Þeir gífurlegu fjármunir sem varið hefur verið í þennan framgang mála við endurskoðun þessa munu seint réttlætanlegar undir þeim aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhalda tækjum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til brýnustu þarfa eða kosta aðra bráðnauðsynlega þætti í starfssemi hins opinbera hvers eðlis sem er, hjá ríki eða sveitarfélögum í landinu.

Alþingi hefur sett niður við þennan framgang mála, varðandi það atriði að fjalla ekki um mál þetta efnislega að lokinni skipun ráðs að störfum er skilaði tillögum, sem var lágmarksmeðferð málsins að mínu áliti, burtséð frá þvi atriði að lýðræði var haft að engu við ógildingu Hæstaréttar á kosningu til stjornlagaþingsins.

Hvað kostaði heildardæmið, skattborgara eftir þjóðaratkvæðagreðslu á laugardaginn ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Er afskaplega stolt af þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúsund millur eða meira.

GB (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband