Það þarf sterk bein til að berjast gegn kvótakerfinu.

Frjálslyndi flokkurinn sem barist hefur gegn núverandi stjórnkerfi fiskveiða hér á landi mátti reyna það í síðustu kosningabaráttu að fulltrúi hagsmunaaðila í sjávarútvegi blandaði sér í kosningabaráttuna með blaðaskrifum. Þar talaði sá hinn sami sem fulltrúi síns fyrirtækis á þeim tíma til varnar umbreytingum hvers konar gegn sjónarmiðum þeim sem vildu breyta. Afar óvenjulegt en kemur ekki á óvart þar sem kvótakerfið er fyrst og fremst nú orðið fjármunabraskkerfi þar sem fyrirtækin hafa fengið að veðsetja óveiddan fisk úr sjó í bönkunum sem allt í einu tóku gilda slíka óvissufjárfestingu sem ekkert væri. Það væri nú aldeilis fróðlegt að fara að fá einhverjar upplýsingar um það hvort og hve mikið endurmat hefði farið fram varðandi minnkandi þorskstofn við landið á grundvelli veðlána bankanna til upphaflegra þorskígilda í sjó. Bíða bankarnir kanski eftir uppbyggingu þorskstofnsins þolinmóðir ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þrymur.

Já finnst þér ekki tími til kominn að við Íslendingar fáum að vita hverju þessar fjárfestingar í formi veðsetningar kunna að hafa skilað þjóðinni ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

veðsetningin er að mestu leiti í erlendum gjaldmiðlum.svo hver á þá kvótan?

Georg Eiður Arnarson, 15.2.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband